Chelsea hefur hafnað 30 milljóna punda tilboði Brighton í Levi Colwill. Frá þessu greinir Sky Sports.
Colwill er miðvörður sem var á láni hjá Brighton frá Chelsea á tímabilinu. Chelsea ætlar sér ekki að selja Colwill í sumar.
Colwill er miðvörður sem var á láni hjá Brighton frá Chelsea á tímabilinu. Chelsea ætlar sér ekki að selja Colwill í sumar.
30 milljónir punda er metupphæð hjá Brighton en það er sama upphæð og félagið greiðir Watford fyrir Joao Pedro sem gengur í raðir félagsins í sumar.
Colwill átti gott tímabil með Brighton og Mauricio Pochettino, nýr stjóri Chelsea, gæti horft til hans upp á næsta tímabil að gera.
Hann er talinn af þjálfurum og njósnurum vera besti ungi örvfætti miðvörðurinn frá Englandi. Hann er tvítugur og á að baki leiki með U21 liði Englands.
Athugasemdir