Bayern finnst óraunhæft að geta fengið Varane - Werner tilbúinn að hafna United - Sesko til Arsenal? - Klopp hrifinn af Malen - Van de Beek á förum
   fim 01. júní 2023 18:03
Brynjar Ingi Erluson
Dani Olmo framlengir við Leipzig til 2027
Dani Olmo
Dani Olmo
Mynd: EPA
Spænski sóknartengiliðurinn Dani Olmo hefur framlengt samning sinn við þýska félagið RB Leipzig til ársins 2027.

Olmo er 25 ára gamall og er fastamaður í spænska landsliðshópnum en hann kom til Leipzig frá Dinamo Zagreb fyrir þremur árum.

Á þessari leiktíð hefur hann komið að fimmtán mörkum í 30 leikjum en hann hefur verið orðaður við uppeldisfélagið, Barcelona, undanfairð.

Hann skrifaði í dag undir nýjan samning sem gildir til 2027 og því ljóst að hann verður hjá félaginu næstu ár.

Bayern München, Borussia Dortmund og Real Madrid sýndu honum einnig áhuga.

Olmo er á leið í þriðja bikarúrslitaleikinn með Leipzig á laugardag er liðið mætir Eintracht Frankfurt.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner