Janúartilboð frá Liverpool í Kerkez og Zubimendi - Forest vill Ferguson - Man Utd hefur áhuga á Raum og Yildiz
   fim 01. júní 2023 14:06
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Di Marzio: Benzema fer frá Real í sumar - Tilkynning seinna í dag
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Karim Benzema mun yfirgefa Real Madrid í sumar eftir fjórtán ár hjá félaginu. Þetta segir félagaskiptasérfæðingurinn Gianluca Di Marzio.

Hann greinir frá því að Benzema sé búinn að samþykkja risa samningstilboð frá Sádí-Arabíu. Benzema verður samningslaus í sumar og Al Ittihad vill fá hann í sínar raðir.

Di Marzio segir að Benzema muni tilkynna ákvörðun sína á fréttamannafundi seinna í dag sem hefur verið skipulagður fyrir þessa tilkynningu.

Benzema hefur skorað 354 mörk og lagt upp 165 í 647 leikjum í öllum keppnum með Real.

Benzema er 35 ára framherji sem kom frá uppeldisfélagi sínu Lyon sumarið 2009. Hjá Real hefur hann unnið deildina fjórum sinnum, bikarinn þrisvar sinnum, spænska ofurbikarinn þrisvar sinnum, Meistaradeildina fimm sinnum, Ofurbikar Evrópu fjórum sinnum og HM félagsliða fimm sinnum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner