De Gea, Ramsdale, Guirassy, Nketiah, Varane, Maignan og fleiri í pakka dagsins
   fim 01. júní 2023 13:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ísak Andri tæpur - „Búið að vera mikið álag á honum"
watermark Verið heitur í upphafi móts.
Verið heitur í upphafi móts.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
watermark Leikurinn á velli eins og KR-völlurinn var á sér ofboðslega sjálfstætt líf
Leikurinn á velli eins og KR-völlurinn var á sér ofboðslega sjálfstætt líf
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
„Það á eftir að koma í ljós, eigum eftir að testa hann betur og sjá hversu heill og ferskur hann er," sagði Jökull Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar, við Fótbolta.net í dag.

Ísak Andri Sigurgeirsson var fjarri góðu gamni þegar Stjarnan mætti KR í síðustu umferð Bestu deildarinnar og var Jökull spurður hvort hann væri klár í leikinn gegn KA á morgun.

„Það er búið að vera mikið álag á honum, verið tæpur aftan í læri og við þurfum að sjá til hvort hann þurfi að sitja út annan leik eða ekki." Ísak er nítján ára vinstri kantmaður sem hefur skorað fjögur mörk og lagt upp fimm í átta deildarleikjum

Haraldur Björnsson, Þórarinn Ingi Valdimarsson, Andri Adolphsson og Þorbergur Þór Steinarsson hafa glímt við meiðsli.

„Það er mjög stutt í að Andri geti byrjað að fá mínútur, Tóti (Þórarinn Ingi) er að koma til baka líka og svo er Þorbergur byrjaður að æfa," sagði Jökull.

Gaman að komast aftur á góðan völl
Að leiknum gegn KA, hvernig líst þér á hann?

„Mjög vel, ég er fyrst og fremst spenntur og gaman að komast aftur á góðan völl; uppleggið verður eðlilegra. Leikurinn á velli eins og KR-völlurinn var á sér ofboðslega sjálfstætt líf og voða lítið sem er hægt að taka út úr honum fyrir aðra leiki. Við notum hann bara til þess að undirbúa okkur fyrir bikarleikinn á móti þeim í næstu viku, að öðru leyti hafði sá leikur ekkert með aðra leiki að gera."

„Það er bara mikil spenna og allir mjög peppaðir fyrir leiknum á morgun,"
sagði Jökull.

Leikurinn gegn KA hefst klukkan 18:00 og fer fram á Samsungvellinum á morgun. Í kjölfarið á svo Stjarnan leik í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins gegn KR á þriðjudag. Sá leikur fer fram á Meistaravöllum.
Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 22 19 2 1 65 - 20 +45 59
2.    Valur 22 14 3 5 53 - 25 +28 45
3.    Breiðablik 22 11 5 6 44 - 36 +8 38
4.    Stjarnan 22 10 4 8 45 - 25 +20 34
5.    FH 22 10 4 8 41 - 44 -3 34
6.    KR 22 9 5 8 29 - 36 -7 32
7.    KA 22 8 5 9 31 - 39 -8 29
8.    HK 22 6 7 9 37 - 48 -11 25
9.    Fylkir 22 5 6 11 29 - 45 -16 21
10.    Fram 22 5 4 13 32 - 47 -15 19
11.    ÍBV 22 5 4 13 24 - 43 -19 19
12.    Keflavík 22 1 9 12 20 - 42 -22 12
Athugasemdir
banner