Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 01. júlí 2020 09:23
Magnús Már Einarsson
Man Utd, Juventus og Dortmund vilja Ferran Torres
Powerade
Ferran Torres.
Ferran Torres.
Mynd: Getty Images
Ensku slúðurblöðin eru mætt með allt það helsta í kjaftasögunum. BBC tók saman.



Arsenal er að íhuga að nota Matteo Guendouzi (21) sem hluta af kaupverði fyrir nýja leikmenn í sumar. (Mail)

Tottenham vonast til að fá Pierre-Emile Hojberg (24) miðjumann Southampton í sínar raðir í sumar. Fyrst þarf Tottenham þó að selja leikmenn. (Telegraph)

Manchester City vill fá Nathan Ake (25) varnarmann Bournemouth. Chelsea gæti einnig reynt að fá Ake aftur í sínar raðir. (Athletic)

Raul Jimenez (29) segist vita af því að önnur félög hafi sýnt sér áhuga og hann er ánægður með að önnur félög vilji fá sig. (Mail)

Marc Jurado (16) hægri bakvörður Barcelona er á leið til Manchester United. (ESPN)

Juventus er að reyna að fá kantmanninn Ferran Torres (20) frá Valencia en hann hefur einnig verið orðaður við Manchester United og Borussia Dortmund. (Mail)

Barcelona hefur sett 365 milljóna punda riftunarverð í samning Miralem Pjanic (30) en hann var að koma til félagsins frá Juventus. (Sun)

Achraf Hakimi (21) bakvörður Real Madrid er mættur til Ítalíu til að ganga í raðir Inter á 36 milljónir punda. (Mail)

Manchester City hefur látið portúgalska kantmanninn Felix Correia (19) til Juventus í skiptum fyrir framherjann Pablo Moreno (18). (Guardian)
Athugasemdir
banner
banner
banner