Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 01. ágúst 2020 09:30
Ívan Guðjón Baldursson
Chelsea nálægt samkomulagi við Leverkusen
Powerade
Havertz gæti gert góða hluti með Hakim Ziyech og Timo Werner hjá Chelsea.
Havertz gæti gert góða hluti með Hakim Ziyech og Timo Werner hjá Chelsea.
Mynd: Getty Images
Rashford vill ólmur fá landsliðsfélaga sinn Sancho til Man Utd.
Rashford vill ólmur fá landsliðsfélaga sinn Sancho til Man Utd.
Mynd: Getty Images
Barcelona er búið að bjóða Willian samning.
Barcelona er búið að bjóða Willian samning.
Mynd: Getty Images
Það er verslunarmannahelgi og er félagaskiptaglugginn opinn. Slúðurpakkinn er á sínum stað og koma menn á borð við Kai Havertz, Pierre-Emerick Aubameyang, Kalidou Koulibaly og Jadon Sancho við sögu í pakka dagsins.

Barcelona er búið að gera Eric Garcia, 19 ára miðvörð Manchester City, að sínu helsta skotmarki í glugganum. (Goal)

Chelsea er nálægt því að komast að samkomulagi við Bayer Leverkusen um félagaskipti Kai Havertz, 21. (Teamtalk)

Pierre-Emerick Aubameyang, 31, íhugaði að skipta yfir til Chelsea í janúar en félagið gat ekki mætt háum launakröfum hans. (Daily Mail)

Aurelio De Laurentiis, forseti Napoli, segir að Kalidou Koulibaly sé falur fyrir 81 milljón punda. (Sky Italia)

Everton er búið að bjóða 18 milljónir punda í Sergio Reguillon, 23 ára vinstri bakvörð Real Madrid. (Sky Sports)

Ole Gunnar Solskjær vill að Man Utd leggi allt í sölurnar til að krækja í Jadon Sancho, 20 ára kantmann Borussia Dortmund. (ESPN)

Dortmund gæti krækt í Memphis Depay, 26 ára kantmann Lyon, ef Sancho skiptir aftur til Englands. (Bild)

Man Utd er með forkaupsrétt á Memphis og verður látið vita ef tilboð í leikmanninn er samþykkt. (Star)

Barcelona er búið að bjóða Philippe Coutinho, 28, til Arsenal og Tottenham. Arsenal hefur áhuga en er ekki reiðubúið til að greiða þá upphæð sem Börsungar vilja. (Independent)

Real Betis hefur mikinn áhuga á að festa kaup á Dani Ceballos, 23 ára miðjumanni Real Madrid sem er hjá Arsenal að láni. Arsenal hefur einnig áhuga. (Onda Cero)

Barcelona og Inter Miami eru búin að bjóða Willian, 31, samning. Brasilíski kantmaðurinn verður samningslaus eftir tímabilið. (Sky Sports)

Callum Wilson, 28 ára sóknarmaður Bournemouth, er búinn að láta liðsfélagana vita að hann hyggst skipta um félag til að halda landsliðsdraumi sínum lifandi. (Telegraph)

Tottenham vill ekki selja Tanguy Ndombele, 23, þrátt fyrir áhuga frá Inter. (PA)

Fulham, Bournemouth og Stoke City hafa öll áhuga á sóknarmanninum Malik Wilks, 21, sem gekk í raðir Hull City fyrir mánuði síðan. Hull féll úr ensku B-deildinni á dögunum. (Football Insider)

Hægri bakvörðurinn Jeremy Ngakia, 19, er á leið til Watford á frjálsri sölu eftir að hafa runnið út á samningi hjá West Ham. (Guardian)
Athugasemdir
banner
banner