Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 01. ágúst 2020 20:46
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ítalía: Inter náði öðru sætinu - Immobile með 36 mörk
Ashley Young skoraði annað mark Inter.
Ashley Young skoraði annað mark Inter.
Mynd: Getty Images
Immobile er markahæstur í deildinni með 36 mörk.
Immobile er markahæstur í deildinni með 36 mörk.
Mynd: Getty Images
Inter tryggði sér annað sæti ítölsku úrvalsdeildarinnar með flottum 2-0 útisigri gegn Atalanta í lokaumferð deildarinnar.

Það voru fjórir leikir að klárast í lokaumferðinni.

Inter og Atalanta eru þau lið sem hafa skorað flest mörk í deildinni, en Atalanta tókst ekki að fara yfir 100 mörk. Þeim vantaði tvö mörk í kvöld til að ná í 100 mörkin.

Danilo D'Ambrosio kom Inter yfir eftir eina mínútu og skoraði Ashley Young annað markið á 20. mínútu. Þar við sat og sigur Inter staðreynd.

Atalanta á eftir tæpar tvær vikur leik gegn Paris Saint-Germain í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Inter er í Evrópudeildinni og mun þar mæta Getafe.

Ítalíumeistarar Juventus töpuðu gegn Roma á heimavelli en Roma hafnar í fimmta sæti, með fjórum stigum meira en AC Milan sem hafnar í sjötta sæti. AC Milan hefur endað mótið mjög vel og vann 3-0 sigur á Cagliari í kvöld.

Ciro Immobile, markahæsti leikmaður deildarinnar, skoraði sitt 36. mark 3-1 sigri Napoli gegn Lazio. Napoli hafnar í sjöunda sæti og Lazio í fjórða sæti.

Á morgun klárast svo deildin með fimm leikjum.

Milan 3 - 0 Cagliari
1-0 Ragnar Klavan ('10 , sjálfsmark)
1-0 Zlatan Ibrahimovic ('44 , Misnotað víti)
2-0 Zlatan Ibrahimovic ('55 )
3-0 Samu Castillejo ('57 )

Atalanta 0 - 2 Inter
0-1 Danilo D'Ambrosio ('1 )
0-2 Ashley Young ('20 )

Napoli 3 - 1 Lazio
1-0 Fabian Ruiz ('9 )
1-1 Ciro Immobile ('22 )
2-1 Lorenzo Insigne ('54 , víti)
3-1 Matteo Politano ('90 )

Juventus 1 - 3 Roma
1-0 Gonzalo Higuain ('5 )
1-1 Nikola Kalinic ('23 )
1-2 Diego Perotti ('44 , víti)
1-3 Diego Perotti ('52 )

Önnur úrslit:
Ítalía: Birkir ekki í hóp í lokaleik tímabilsins
Athugasemdir
banner
banner