Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 01. ágúst 2020 19:34
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Myndband: Aubameyang missti bikarinn
Bikarinn fór í gólfið en það var allt í lagi með hann.
Bikarinn fór í gólfið en það var allt í lagi með hann.
Mynd: Getty Images
Pierre-Emerick Aubameyang, fyrirliði Arsenal, varð fyrir því óláni að missa FA-bikarinn þegar hann var að fara að hampa honum á loft.

Arsenal varð í kvöld enskur bikarmeistari í 14. sinn. Er það fyrsti titill félagsins undir stjórn Mikel Arteta.

Arsenal vann 2-1 sigur á Chelsea í úrslitaleiknum á Wembley.

Hér að neðan má sjá myndskeið af því þegar Aubameyang var við það að fara að lyfta bikarnum en þá rann hann úr greipum hans. Sem betur fer var allt í lagi með bikarinn.

Aubameyang var maður leiksins en hann skoraði bæði mörk Arsenal í leiknum. „Við áttum skilið að vinna. Hann (Mikel Arteta) hefur staðið sig frábærlega og við erum mjög ánægðir að hafa hann um borð," sagði fyrirliðinn glaður eftir sigurinn.


Athugasemdir
banner
banner