Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 01. ágúst 2021 17:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Spáin fyrir enska - 18. sæti
Brentford
Brentford eru nýliðar.
Brentford eru nýliðar.
Mynd: Getty Images
Thomas Frank stýrir skútunni.
Thomas Frank stýrir skútunni.
Mynd: Getty Images
Eigandinn Matthew Benham, einn gáfaðasti maður fótboltans.
Eigandinn Matthew Benham, einn gáfaðasti maður fótboltans.
Mynd: Getty Images
Ivan Toney.
Ivan Toney.
Mynd: Getty Images
Patrik Sigurður Gunnarsson.
Patrik Sigurður Gunnarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Frá heimavelli Brentford.
Frá heimavelli Brentford.
Mynd: Getty Images
Það styttist óðum í að enska úrvalsdeildin byrji á nýjan leik. Líkt og síðustu ár, þá munum við kynna liðin í deildinni eftir því hvar þau enda í sérstakri spá fréttamanna Fótbolta.net. Í 18. sæti er Brentford.

Um liðið: Það hefur verið spennandi starf í gangi hjá Brentford undanfarin ár, og núna er það búið að skila liðinu upp í deild þeirra bestu. Brentford er á leið inn í sitt fyrsta tímabil í efstu deild síðan 1947! Maðurinn á bak við tjöldin er eigandinn Matthew Benham, einn gáfaðasti maður fótboltans. Nær Brentford að halda sér uppi? Ekki ef þessi spá rætist.

Stjórinn: Maðurinn sem er við stjórnvölinn hjá Brentford er danskur og heitir Thomas Frank. Hann náði ekki langt sem fótboltamaður og byrjaði að þjálfa í yngri flokkum Frederiksværk BK í Danmörku. Hann vann sig upp metorðastigann og tókst að koma sér í vinnu sem þjálfari yngri landsliða Danmerkur 2008. Hann tók svo við Bröndby 2013. Fimm árum eftir það fór hann til Englands þar sem hann tók við sem aðstoðarþjálfari. Hann tók svo við sem aðalþjálfari stuttu síðar og hefur gert mjög vel. Þetta er skemmtilegur karakter og verður gaman að fylgjast með honum á tímabilinu.

Staða á síðasta tímabili: 3. sæti í Championship (upp í gegnum umspil)

Styrkleikar: Það eru gríðarlega gáfaðir menn að vinna á bak við tjöldin þarna og þeir vita nákvæmlega hvað þeir eru að gera með þetta félag. Það er plan í gangi hjá Brentford, og annað plan ef það virkar. Það má bóka það. Sóknarmaðurinn Ivan Toney var magnaður á síðustu leiktíð og það verður fróðlegt að fylgjast með honum í ensku úrvalsdeildinni. Hann hefði spilað í deildinni á tímabilinu, jafnvel þó svo að Brentford hefði ekki komist upp. Liðið var mjög gott sóknarlega á síðustu leiktíð og þjálfarinn virðist geta náð því besta úr leikmönnum sínum. Brentford endaði síðasta tímabil í 3-5-2 og það virkaði fullkomlega. Verður liðið áfram í þeirri uppstillingu?

Veikleikar Sóknarleikurinn var frábær en aftur á móti, þá var varnarleikurinn ekki alveg eins frábær oft á tíðum. Miðvörðurinn Kristoffer Ajer var keyptur frá Celtic og það verður fróðlegt að sjá hvort hann nái að styrkja varnarleikinn mikið. Það er alls ekki mikil úrvalsdeildarreynsla í hópnum og leikmenn verða að aðlagast mikið sterkari deild fljótt. Þegar litið er á leikmannahópinn, eru gæðin nægilega mikil fram á við? Það er að segja fyrir utan Ivan Toney. Það verður að koma í ljós.

Talan: 17,250
Það komast svona margir fyrir á nýjum heimavelli Brentford.

Lykilmaður: Ivan Toney
Ekki spurning; þú ert lykilmaður í þínu liði ef þú skorar 31 deildarmark. Fór til Newcastle þegar hann var 19 ára en komst ekki að í aðalliðinu þar. Hann var magnaður með Peterborough eftir að hann yfirgaf Newcastle og á síðustu leiktíð sprakk hann út með Brentford. Það verður mjög gaman að sjá hann leiða sóknarlínu Brentford í úrvalsdeildinni.

Fylgist með: Patrik Sigurður Gunnarsson
Auðvitað. Fyrst það er íslenskur leikmaður í liðinu, þá fylgjumst við auðvitað með honum. Markvörður sem á svo sannarlega framtíðina fyrir sér. Hann mun byrja sem varamarkvörður liðsins en það getur allt gerst og vonandi fær hann tækifæri til að verða annar íslenski markvörðurinn til að spila í ensku úrvalsdeildinni.

Komnir:
Frank Onyeka frá Midtjylland - 8,5 milljónir punda
Kristoffer Ajer frá Celtic - 13,5 milljónir punda
Myles Peart-Harris frá Chelsea - Óuppgefið

Farnir:
Henrik Dalsgaard til Midtjylland - Frítt
Luke Daniels - Án félags
Ellery Balcombe til Burton - Á láni
Emiliano Marcondes til Bournemouth - Frítt
Aaron Pressley til Wimbledon - Á láni

Fyrstu leikir:
13. ágúst, Brentford - Arsenal
21. ágúst, Crystal Palace - Brentford
28. ágúst, Aston Villa - Brentford

Þau sem spáðu: Alexandra Bía Sumarliðadóttir, Aksentije Milisic, Anton Freyr Jónsson, Arnar Laufdal Arnarsson, Elvar Geir Magnússon, Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson, Helga Katrín Jónsdóttir, Sverrir Örn Einarsson, Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke, Victor Pálsson.

Liðin fengu eitt stig og upp í 20 eftir það hvar hver og einn spáði þeim. Liðið í síðasta sæti fékk eitt stig, liðið í 19. sæti tvö stig og koll af kolli. Stigin í spánni tengjast á engan hátt stigafjölda liðanna í deildinni.
.

Spáin:
1.
2.
3.
4.
5.
6.
7.
8.
9.
10.
11.
12.
13.
14.
15.
16.
17.
18. Brentford, 35 stig
19. Norwich, 28 stig
20. Watford, 21 stig
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner