Rennes er búið að krækja í varnarmanninn Joe Rodon á eins árs lánssamningi frá Tottenham með 17 milljón punda kaupmöguleika.
Rodon er 24 ára landsliðsmaður Wales og stóðst læknisskoðun hjá Rennes í gær. Varnarmaðurinn bað um að vera lánaður burt frá Tottenham til að fá meiri spiltíma fyrir HM í katar þar sem velska landsliðið mun taka þátt í fyrsta sinn síðan 1958.
Tottenham keypti Rodon frá Swansea fyrir tveimur árum síðan og kostaði hann 11 milljónir punda. Honum hefur ekki tekist að ryðja sér leið í byrjunarliðið og hefur í heildina spilað 24 leiki á tveimur árum undir þremur mismunandi knattspyrnustjórum.
Rodon spilaði gegn Rennes í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar síðasta haust.
Athugasemdir
                                                                
                                                        
 
         
                    
        
         
                 
                        
        
         
                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                            
                        
        
         
                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                
                        
        
         
                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                        
                        
        
        