James Rodriguez er án félags eftir að hafa yfirgefið Sao Paulo í Brasilíu, en hann er að vonast til þess að komast aftur að í Evrópu.
Rodriguez, sem er 33 ára, var einn af bestu leikmönnum Copa America-mótsins í ár en þar lagði hann upp sex mörk og skoraði eitt er Kólumbía komst í úrslita í fyrsta sinn í 23 ár.
Rodriguez, sem er 33 ára, var einn af bestu leikmönnum Copa America-mótsins í ár en þar lagði hann upp sex mörk og skoraði eitt er Kólumbía komst í úrslita í fyrsta sinn í 23 ár.
Það er áhugi á honum í Evrópu og hefur hann til að mynda verið orðaður við félög á Spáni. Hann hefur einnig verið orðaður við Lazio á Ítalíu, en hann er ekki að fara þangað.
Mariano Fabiani, stjórnarmaður Lazio, hefur engan áhuga á því að semja við Kólumbíumanninn.
„Ég myndi aldrei semja við James Rodriguez. Það er ómögulegt," sagði Fabiani.
„Hann er 33 ára og hefur aldrei spilað meira en 12 eða 13 leiki á tímabili síðustu árin. Hann stóð sig vel á Copa America en við höfum engan áhuga á að semja við hann."
Athugasemdir