Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
   fim 01. ágúst 2024 18:01
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Nagelsmann hvetur Fullkrug að fara í úrvalsdeildina

Nicolas Fullkrug framherji Dortmund er líklega á leið til West Ham en félögin eru í viðræðum.


Þýski framherjinn ræddi við Julian Nagelsmann og aðstoðarmenn hans hjá þýska landsliðinu sem hvöttu hann að fara til enska félagsins.

Þeir sögðu honum að spila reglulega í úrvalsdeildinni gæti þýtt að hann verði líklega fyrsti kostur í framherjastöðuna á HM 2026.

West Ham hefur boðið 25 milljónir evra í þennan stóra og stæðilega 31 árs gamla framherja en félagið bíður eftir svari frá Dortmund. Fullkrug er með þriggja ára samning á borðinu frá West Ham með möguleika á framlengingu um eitt ár til viðbótar.


Athugasemdir