St. Mirren 3 - 1 Valur
1-0 Shaun Rooney ('16 )
2-0 Olutoyosi Olusanya ('52 )
3-0 Mark O'Hara ('65 )
3-1 Tryggvi Hrafn Haraldsson ('75 , víti)
4-1 Alexander Iacovitti ('88 )
Lestu um leikinn
Valur er úr leik í Sambandsdeildinni eftir tap gegn St. Mirren í Skotlandi í kvöld.
Heimamenn komust yfir snemma leiks þegar Shaun Rooney fékk frían skalla á fjærstönginni eftir hornspyrnu. Stuttu síðar fékk Tryggvi Hrafn Haraldsson tækifæri til að jafna metin úr dauðafæri en Ellery Balcombe, markvörður St. Mirren, varði vel.
St. Mirren komst í 2-0 snemma í síðari hálfleik en markið var kolólöglegt. Roland Idowu var í rangstöðunni þegar hann fékk boltann og renndi honum á Olutoyosi Olusanya sem skoraði í autt markið.
Mark O'Hara gerði svo gott sem út um leikinn þegar hann skoraði laglegt mark með viðstöðulausu skoti.
Tryggvi Hrafn Haraldsson náði að klóra í bakkann þegar hann skoraði úr vítaspyrnu en nær komust Valsmenn ekki. Alexander Iacovitti rak síðasta naglann í kistu Vals áður en flautað var til leiksloka.