Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   fim 01. október 2020 10:41
Elvar Geir Magnússon
Douglas Costa sagður hafa hafnað Man Utd
Douglas Costa.
Douglas Costa.
Mynd: Getty Images
Douglas Costa, vængmaður Juventus, er sagður hafa hafnað möguleika á því að ganga í raðir Manchester United og vilji sýna sig og sanna fyrir Andrea Pirlo.

Calciomercato segir að United hafi viljað fá Costa en brasilíski vængmaðurinn vilji festa sig í sessi og vinna sér inn byrjunarliðssæti hjá Ítalíumeisturunum.

United vill bæta við sig vængmanni, hefur gert ófáar árangurslausar tilraunir til að fá Jadon Sancho og beinir nú sjónum sínum að Ousmane Dembele hjá Barcelona.

Telegraph segir að Manchester United hafi gert lánstilboð í Federico Chiesa hjá Fiorentina en því hafi verið hafnað. Chiesa er sterklega orðaður við Juventus.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner