Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fim 01. október 2020 09:56
Elvar Geir Magnússon
Grótta fær sekt vegna ummæla starfsmanns - „ERTU MORAN?"
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Aganefnd KSÍ hefur sektað Gróttu um 50 þúsund krónur vegna ummæla sem starfsmaður/stuðningsmaður Gróttu viðhafði í útsendingu GróttuTV frá leik Gróttu og Keflavíkur í Lengjudeild kvenna.

Að mati framkvæmdastjóra KSÍ var vegið að æru og starfsheiðri dómara í leiknum.

Tökumaðurinn er augljóslega stuðningsmaður Gróttu og var langt frá því að vera sáttur með sigurmark Keflvíkinga. Hann heimtaði rangstöðu og öskraði af lífs og sálarkröftum en dómnum ekki snúið við, enda hárréttur og markið löglegt.

„HÚN VAR RANGSTÆÐ! HÚN VAR RANGSTÆÐ! HVAÐ ERTU AÐ PÆLA MAÐUR?" kallaði tökumaðurinn inn á völlinn.

„ERTU EKKI AÐ DÆMA? HVAÐ ERTU AÐ HUGSA? HVERNIG VAR ÞETTA EKKI RANGSTÆÐA? ERTU MORAN? HVERNIG GETURÐU EKKI SÉÐ AÐ ÞETTA SÉ RANGSTÆÐA MANNESKJA, ERTU MEÐ DÓMARAPRÓF?"

Knattspyrnudeild Gróttu baðst afsökunar á ummælunum og þau hörmuð.


Athugasemdir
banner
banner
banner