Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 01. október 2020 07:00
Ívan Guðjón Baldursson
Tottenham er að fá Carlos Vinicius lánaðan
Vinicius er brasilískur en hefur aldrei spilað fyrir landsliðið.
Vinicius er brasilískur en hefur aldrei spilað fyrir landsliðið.
Mynd: Getty Images
Tottenham er að ganga frá lánssamningi við Carlos Vinicius, sóknarmanni Benfica sem skoraði 18 mörk í 32 deildarleikjum á síðustu leiktíð.

Vinicius er 25 ára gamall og var keyptur til Benfica fyrir ári síðan á 17 milljónir evra. Tottenham fær hann að láni með kaupmöguleika sem er talinn hljóða upp á 40 milljónir.

Vinicius var keyptur til Napoli í janúar 2018 en fékk aldrei tækifæri með liðinu og var í kjölfarið seldur til Benfica.

Hann sinnti lykilhlutverki í liði Benfica á síðustu leiktíð og eru stuðningsmenn félagsins agndofa yfir þeirri ákvörðun að lána hann út, sérstaklega eftir að félagið fékk 65 milljónir fyrir söluna á Ruben Dias til Manchester City.

Benfica endaði í öðru sæti portúgölsku deildarinnar á síðustu leiktíð og voru stuðningsmenn félagsins brjálaðir út í liðið. Beiðnum stuðningsmanna var svarað og Jorge Jesus ráðinn í þjálfarastólinn en hann stýrði Benfica til taps gegn PAOK í undankeppni Meistaradeildarinnar.
Athugasemdir
banner