Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 01. október 2022 14:18
Ívan Guðjón Baldursson
Conte neitaði að tjá sig um rauða spjaldið
Mynd: EPA
Mynd: EPA

Antonio Conte svaraði spurningum fréttamanna eftir 3-1 tap Tottenham gegn Arsenal í fjandslag á Emirates í dag.


Staðan var jöfn, 1-1, í leikhlé en Arsenal gerði út um viðureignina í fyrri hluta síðari hálfleiks.

Gabriel Jesus skoraði á 48. mínútu og fékk Emerson Royal svo beint rautt spjald fyrir að traðka á Gabriel Martinelli á 62. mínútu. Granit Xhaka setti að lokum þriðja mark Arsenal fimm mínútum eftir rauða spjaldið og gerði þar með út um viðureignina.

Conte virtist ekki vera sammála dóminum um rauða spjaldið þar sem hann neitaði að tjá sig um atvikið að leikslokum.

„Mér fannst fyrri hálfleikur vera jafn þar sem við fengum mikið af færum til að skora en nýttum þau ekki. Strákarnir voru með gríðarlega mikið pláss í sókninni gerðu alltof oft mistök í lokasendingunni," sagði Conte við BT Sport að leikslokum.

„Í seinni hálfleik áttum við að gera betur. Við fengum mark á okkur snemma og svo rautt spjald og þá var leikurinn farinn. Þetta var ákvörðun sem dómarinn tók og ég ætla ekki að tjá mig um hana."

Tottenham er í þriðja sæti eftir tapið, fjórum stigum eftir toppliði Arsenal.

„Núna verðum við að horfa fram á veginn. Við þekkjum okkar markmið og verðum að gera okkar besta til að halda í við toppliðin."


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner