lau 01. október 2022 12:39
Ívan Guðjón Baldursson
Dwight Yorke búinn að vinna sinn fyrsta titil sem þjálfari
Mynd: Getty Images

Dwight Yorke, goðsögnin frá Trínídad og Tóbagó, er búinn að vinna sinn fyrsta titil sem þjálfari fótboltaliðs.


Yorke vann ástralska bikarinn Australia Cup eftir sigur á Sydney United í úrslitaleiknum.

Lærisveinar Yorke fóru þægilega í gegnum bikarkeppnina og unnu aldrei með smærri mun heldur en tveimur mörkum. Þeir unnu undanúrslitaleikinn til dæmis 5-2 gegn Oakleigh Cannons.

Australia Cup fer fram á ástralska undirbúningstímabilinu en Yorke tók við Macarthur FC í sumar. Hann tók við af Ante Milicic sem var rekinn eftir að Macarthur mistókst að koma sér í úrslitakeppni efstu deildar á síðustu leiktíð.

Macarthur heimsækir Brisbane Roar í fyrstu umferð nýs deildartímabils sem fer af stað næstu helgi.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner