Mainoo fær nýjan samning - Goretzka og Gomes orðaðir við Man Utd - Bremer og Kerkez við Liverpool
   sun 01. október 2023 21:17
Ívan Guðjón Baldursson
Besta deildin: Valur gerði út um Evrópuvonir FH
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valur 4 - 1 FH
1-0 Haukur Páll Sigurðsson ('6)
1-1 Davíð Snær Jóhannsson ('27)
2-1 Adam Ægir Pálsson ('62)
3-1 Aron Jóhannsson ('66)
4-1 Patrick Pedersen ('76)

Lestu um leikinn: Valur 4 -  1 FH

Valur gerði út um Evrópuvonir FH-inga með þægilegum sigri á Hlíðarenda í kvöld, þar sem Haukur Páll Sigurðsson skoraði fyrsta markið með skalla eftir hornspyrnu snemma leiks.

FH brást vel við markinu og kom sér í góðar stöður áður en Davíð Snær Jóhannsson gerði jöfnunarmark eftir langa sókn á 27. mínútu, sem lauk með frábærri sendingu innfyrir frá Haraldi Einari Ásgrímssyni og flottu marki frá Davíð Snæ.

Það ríkti þokkalegt jafnræði með liðunum þar sem Valsarar gerðu sig líklega til að endurheimta forystuna undir lok fyrri hálfleiksins en tókst ekki. Staðan 1-1 í leikhlé.

Heimamenn mættu grimmir til leiks í síðari hálfleik og lágu í sókn fyrstu mínúturnar án þess að skora þrátt fyrir gott færi. Þegar FH virtist vera að ná betri fótfestu á Valsvelli refsuðu heimamenn með verðskulduðu marki eftir skyndisókn. Adam Ægir Pálsson, sem var afar líflegur í leiknum, skoraði markið eftir góðan undirbúning frá Lúkasi Loga Heimissyni og Patrick Pedersen.

Valur tók völdin á vellinum og bætti tveimur mörkum til viðbótar á næstu tíu mínútum. Fyrst skoraði Aron Jóhannsson stórglæsilegt mark áður en hann lagði upp fyrir Patrick til að gera út um viðureignina.

Heimamenn komust nálægt því að bæta fimmta markinu við en inn vildi boltinn ekki og lokatölur 4-1 fyrir Val, sem klárar tímabilið í öðru sæti og gæti veitt alvöru samkeppni um Íslandsmeistaratitilinn á næsta ári.

Svekkjandi fyrir FH sem þarf núna rúmlega 20 marka sigur til að eiga möguleika á að komast í Sambandsdeildina að ári liðnu.
Athugasemdir
banner
banner
banner