banner
   fös 01. nóvember 2019 20:57
Ívan Guðjón Baldursson
Elías Már spilaði í jafntefli - Ísak Snær fyrirliði
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Elías Már Ómarsson lék allan leikinn í markalausu jafntefli Excelsior gegn Graafschap í hollensku B-deildinni í dag.

Bæði lið fengu fín færi til að skora í leiknum en inn vildi boltinn ekki. Elías Már og félagar eru í fimmta sæti eftir jafnteflið, með 21 stig úr 13 leikjum. Graafschap er í öðru sæti, með 27 stig.

Elías Már, fæddur 1995, hefur komið við sögu í ellefu deildarleikjum á tímabilinu en er aðeins kominn með eitt mark.

Graafschap 0 - 0 Excelsior

Í ensku varaliðadeildinni var Ísak Snær Þorvaldsson fyrirliði Norwich sem tók á móti Fulham.

Staðan var 1-1 í leikhlé en Matthew O'Riley gerði sigurmark Fulham á 77. mínútu.

Ísak Snær lék allan leikinn en tókst ekki að skora. Norwich er ekki með sérlega gott varalið og er í næstneðsta sæti deildarinnar með fimm stig eftir tíu umferðir. Sunderland er á botninum með eitt stig.

Norwich 1 - 2 Fulham
0-1 Jaydn Mundle-Smith ('6)
1-1 Josh Martin ('14)
1-2 Matthew O'Riley
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner