Liverpool skoðar Davies - City fer á markaðinn - Man Utd vill Gutierrez - Bruno og Garnacho ekki öruggir - Fleiri orðaðir frá United
   fös 01. nóvember 2024 14:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Stóri munurinn á Ten Hag og Amorim
Amorim hlær á fréttamannafundi.
Amorim hlær á fréttamannafundi.
Mynd: Getty Images
Rio Ferdinand, fyrrum varnarmaður Manchester United, er spenntur fyrir ráðningunni á Rúben Amorim.

Amorim var í dag ráðinn stjóri Man Utd til 2027 en hann tekur við starfinu af Erik ten Hag.

Ferdinand telur að Amorim sé með karakter og sjarma sem forvera hans skorti. Það muni hjálpa honum mikið í starfinu sem hann nú tekur sér fyrir hendur. Hann sé með frábæran persónuleika sem dragi að sér.

„Ég talaði við Nani (fyrrum leikmann Man Utd og Sporting) um daginn og hann sagði við mig að leikmennirnir sem spila fyrir hann, þeir elski hann og virði hann," sagði Ferdinand.

„Það sem ég er að heyra - og ég er að tala við menn sem hafa spilað við hann og verið í kringum hann - þá er stóri munurinn sá að hann er með karakter og sjarma, eitthvað sem Ten Hag vantaði."
Athugasemdir
banner
banner
banner