Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 01. desember 2019 00:37
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Quique Sanchez Flores verður rekinn
Quique Sanchez Flores.
Quique Sanchez Flores.
Mynd: Getty Images
Quique Sanchez Flores verður rekinn úr starfi sínu sem stjóri Watford í dag, sunnudag.

The Athletic hefur heimildir fyrir þessu.

Það verður fundur á æfingasvæðinu þar sem Spánverjanum verður tilkynnt það að starfskrafta hans sé ekki lengur óskað hjá félaginu.

Svo virðist sem hann hafi stýrt Watford í síðasta sinn í 2-1 tapi gegn Southampton í gær.

Quique Sanchez Flores tók við Watford í annað sinn snemma á þessu tímabili eftir að Javi Gracia, landi hans, var rekinn. Sanchez Flores tók við 7. september, en nú mun Watford fara í þá vinnu að ráða sinn þriðja knattspyrnustjóra á tímabilinu.

Sanchez Flores tókst aðeins að vinna einn af tíu deildarleikjum sem hann stýrði Watford í frá 7. september.

Hann var einnig við stjórnvölinn hjá Watford frá 2015 til 2016.

Watford er á botni ensku úvalsdeildarinnar, sex stigum frá öruggu sæti þegar liðið er búið að spila 14 leiki.

Nánar má lesa um málið á vef The Athletic hérna.
Athugasemdir
banner
banner
banner