Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 01. desember 2020 22:01
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Championship: Bournemouth tapaði - Rooney nálægt fyrsta sigrinum
Bournemouth gat komist á toppinn en það tókst ekki.
Bournemouth gat komist á toppinn en það tókst ekki.
Mynd: Getty
Rooney var nálægt fyrsta sigri sínum sem bráðabirgðastjóri Derby.
Rooney var nálægt fyrsta sigri sínum sem bráðabirgðastjóri Derby.
Mynd: Getty Images
Daníel Leó kom ekki við sögu í kvöld.
Daníel Leó kom ekki við sögu í kvöld.
Mynd: Getty Images
Það fóru fram sex leikir í Championship-deildinni, næst efstu deild Englands í kvöld.

Það getur allt gerst í þessari deild. Bournemouth tapaði óvænt á heimavelli gegn Preston í kvöld, 2-3. Bournemouth hefði farið á toppinn með sigri en þarf að gera sér það að góðu að vera áfram í öðru sæti á eftir Norwich.

Bristol City og Brentford unnu sína leiki og eru í þriðja og fjórða sæti deildarinnar.

Það gengur hins vegar lítið hjá lærisveinum Wayne Rooney í Derby County. Rooney lék ekki með liðinu í kvöld og einbeitti sér frekar að þjálfuninni þegar liðið gerði jafntefli við Coventry á Pride Park. Gestirnir jöfnuðu í uppbótartíma eftir að Derby hafði tekið forystuna á 83. mínútu. Rooney grátlega nálægt fyrsta sigri sínum sem bráðabirgðastjóri Derby.

Bournemouth 2 - 3 Preston NE
0-1 Tom Barkhuizen ('16 )
0-2 Scott Sinclair ('49 )
0-3 Patrick Bauer ('68 )
1-3 Junior Stanislas ('71 )
2-3 Sam Surridge ('86 )

Birmingham 1 - 2 Barnsley
1-0 Scott Hogan ('56 )
1-1 Cauley Woodrow ('71 , víti)
1-2 Callum Styles ('84 )

Cardiff City 3 - 0 Huddersfield
1-0 Kieffer Moore ('36 )
2-0 Kieffer Moore ('68 )
3-0 Robert Glatzel ('85 )

Derby County 1 - 1 Coventry
1-0 Colin Kazim-Richards ('83 )
1-1 Gustavo Hamer ('90 )

QPR 1 - 2 Bristol City
1-0 Robert Dickie ('11 )
1-1 Nahki Wells ('40 )
1-2 Adam Nagy ('50 )

Rotherham 0 - 2 Brentford
0-1 Marcus Forss ('57 )
0-2 Ivan Toney ('82 , víti)
Rautt spjald: Mikel Miller, Rotherham ('82)

Enska C-deildin
Í ensku C-deildinni var Daníel Leó Grétarsson ónotaður varamaður þegar Blackpool bar sigur úr býtum gegn Portsmouth á heimavelli. Blackpool situr í 12. sæti með 19 stig úr 14 leikjum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner