Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 01. desember 2020 22:48
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Klopp stoltur - Eitt besta Meistaradeildarkvöldið
Mynd: Getty Images
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, var mjög ánægður í kvöld, eftir 1-0 sigur gegn Ajax í riðlakeppni Meistaradeildarinnar.

Úrslit kvöldsins:
Meistaradeildin: Liverpool áfram í 1. sæti - Hvað gerist í B-riðli?

„Mér finnst þetta vera eitt stærsta Meistaradeildarkvöldið frá því ég kom til Liverpool. Án stuðningsmanna, þá var þetta mikilvægasta, erfiðasta og stórkostlegasta kvöldið," sagði Klopp.

„Það hefur ekki verið mikið til að brosa yfir að undanförnu, en strákarnir hentu sér inn í þennan leik. Robbo (Andy Robertson) fékk högg á ökklann en heldur áfram, Hendo (Jordan Henderson) var meiddur í baki, Gini - ég er orðlaus varðandi hann. Curtis Jones, þvílíkur leikur, ég er mjög stoltur."

„Við ræddum lengi við Neco Williams í vikunni. Við teljum hann geta betur en hann hefur verið að sýna. Í kvöld sýndi hann flotta frammistöðu inn á milli, en hann getur enn miklu meira."

Sjá einnig:
Klopp hljóp beint að Kelleher eftir leikinn
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner