Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 01. desember 2020 19:27
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Markvörður Liverpool spilaði í tapi á Víkingsvelli fyrir ári síðan
Úr leiknum sem Ísland vann 1-0. Kelleher og Valdimar Þór Ingimundarson.
Úr leiknum sem Ísland vann 1-0. Kelleher og Valdimar Þór Ingimundarson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Liverpool etur kappi við Ajax frá Hollandi í riðlakeppni Meistaradeildarinnar í kvöld.

Ef Liverpool tapar ekki leiknum, þá er liðið komið áfram í 16-liða úrslit keppninnar.

Englandsmeistararnir tefla fram nokkuð sterku byrjunarliði en það vantar markvörðinn Alisson sem er frá vegna meiðsla. Hægt er að smella hérna til að skoða byrjunarliðin.

Í markinu hjá Liverpool í kvöld er 22 ára gamall Íri, Caoimhin Kelleher.

Kelleher er að spila sinn fyrsta leik í Meistaradeildinni en honum er treyst frekar en Spánverjanum Adrian.

Kelleher var í U21 landsliði Íra sem tapaði tvisvar fyrir Íslandi í undankeppni EM. Sveinn Aron Guðjohnsen skoraði fram hjá honum af vítapunktinum á Víkingsvelli í október á síðasta ári í 1-0 sigri. Hann var ekki með í seinni leiknum sem Ísland vann 2-1, þar sem hann var í írska A-landsliðshópnum.

Það verður spennandi að sjá hvernig þessum írska markverði vegnar í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 20:00.


Athugasemdir
banner
banner
banner