Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 01. desember 2020 21:56
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Meistaradeildin: Liverpool áfram í 1. sæti - Hvað gerist í B-riðli?
Liverpool er komið áfram í 16-liða úrslit.
Liverpool er komið áfram í 16-liða úrslit.
Mynd: Getty Images
Lukaku skoraði tvennu fyrir Inter.
Lukaku skoraði tvennu fyrir Inter.
Mynd: Getty Images
Bayern tók stig í Madríd.
Bayern tók stig í Madríd.
Mynd: Getty Images
Liverpool tryggði sér farseðilinn í 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar með flottum heimasigri gegn Ajax í kvöld.

Liverpool tryggði sér í leiðinni sigur í sínum riðli á kostnað Atalanta og Ajax. Fyrir Liverpool þýðir það að liðið mun mæta liði í 16-liða úrslitum sem hafnar í öðru sæti í riðlakeppninni.

Fyrri hálfleikurinn var markalaus, en snemma í seinni hálfleiknum skoraði Curtis Jones sitt fyrsta mark í Meistaradeildinni. Hann hafði átt skot í stöngina fyrr í leiknum og á 58. mínútu tókst honum að skora eftir slæm mistök hjá Andre Onana í marki Ajax.

Caoimhin Kelleher kom inn í mark Liverpool og stóð sig vel. Lokatölur 1-0 fyrir Liverpool sem vinnur riðilinn. Í sama riðli náðu Mikael Neville Anderson og félagar í Midtjylland í sitt fyrsta stig í keppninni á útivelli gegn Atalanta. Leikurinn endaði 1-1 og spilaði Mikael allan leikinn.

Það var Alexander Scholz, fyrrum leikmaður Stjörnunnar, sem skoraði mark Midtjylland í leiknum. Það má sjá hérna. Fyrir lokaumferðina í riðlinum er Liverpool með 12 stig, Atalanta átta stig, Ajax sjö stig og Midtjylland eitt stig. Ajax og Atalanta mætast í lokumferðinni.

Allir geta komist áfram í B-riðli
Í A-riðli er Bayern München áfram taplaust eftir 1-1 jafntefli við Atletico Madrid á útivelli. Thomas Müller jafnaði úr vítaspyrnu á 86. mínútu. Atletico er í öðru sæti með sex stig og Salzburg er með fjögur stig í þriðja sæti.

Inter hélt sér á lífi í B-riðlinum með frábærum útisigri gegn Borussia Mönchengladbach. Romelu Lukaku var drjúgur fyrir Inter og skoraði tvennu. Það eru allt opið í B-riðli. Gladbach er á toppnum með átta stig, Shakhtar og Real Madrid með sjö stig og Inter með fimm stig þegar ein umferð er eftir.

Í C-riðli er hins vegar ráðið hvaða lið fara áfram. Porto og Manchester City fara áfram eftir markalaust jafntefli í leiðinlegum leik. City vinnur riðilinn. Marseille vann langþráðan sigur í Meistaradeildinni þegar liðið marði sigur á Olympiakos. Ögmundur Kristinsson var ekki í hóp hjá Olympiakos.

A-riðill:
Atletico Madrid 1 - 1 Bayern
1-0 Joao Felix ('26 )
1-1 Thomas Muller ('86 , víti)

B-riðill:
Borussia M. 2 - 3 Inter
0-1 Matteo Darmian ('17 )
1-1 Alassane Plea ('45 )
1-2 Romelu Lukaku ('64 )
1-3 Romelu Lukaku ('73 )
2-3 Alassane Plea ('76 )

C-riðill:
Porto 0 - 0 Manchester City

Marseille 2 - 1 Olympiakos
0-1 Mady Camara ('33 )
1-1 Dimitri Payet ('55 , víti)
2-1 Dimitri Payet ('75 , víti)

D-riðill:
Liverpool 1 - 0 Ajax
1-0 Curtis Jones ('58 )

Atalanta 1 - 1 Midtjylland
0-1 Alexander Scholz ('13 )
1-1 Cristian Romero ('79 )

Önnur úrslit í dag:
Meistaradeildin: Real tapaði aftur fyrir Shakhtar
Athugasemdir
banner
banner
banner