Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 01. desember 2021 17:40
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Aron uppfyllti ekki kröfur Kruse sem sagði honum að drulla sér yfir
Max Kruse og Aron Jóhannsson.
Max Kruse og Aron Jóhannsson.
Mynd: Getty Images
Max Kruse er í dag leikmaður Union Berlin í Bundesliga. Aron Jóhannsson, fyrrum atvinnumaður erlendis og nú leikmaður Vals, ræddi um Kruse í hlaðvarpsþættinum Dr. Football í gær.

Aron sagði Kruse vera einn besta leikmann sem hann spilaði með. Kruse var leikmaður Werder Bremen á árunum 2016-2019 og var hann samherji Arons allan þann tíma. Kruse hefur skorað 87 mörk og lagt upp 76 í 282 leikum í Bundesliga, efstu deild Þýskalands.

„Þeir karakterar sem svara fyrir sig þegar þeim er sagt að gera eitthvað, eru ekki þessir „já-menn", þurfa heldur betur að standa sig inn á vellinum til að vera langlífir hjá þýskum félögum," sagði Aron.

„Ég var með einum leikmanni sem ég tek stundum sem dæmi. Einn besti fótboltamaður sem ég hef spilað með og æft með. Það voru smá stælar í honum og hann svaraði fyrir sig þegar honum var sagt að gera eitthvað. En hann skoraði og lagði upp mark í hverjum einasta leik þannig hann hafði efni á því."

„Ég man að korteri fyrir æfingu áttum við að fara inn í rækt með þjálfara og gera einhverjar æfingar, gera okkur tilbúna fyrir æfingar. En Kruse var alltaf bara í ræktinni við hliðina á okkur og í símanum. Ég hugsaði að fyrst að hann ætlar að vera þarna þá ætla ég að gera það líka. Ég nennti ekki að vera gera armbeygjur og eitthvað vesen."

„Ég rölti yfir og sest hliðina á honum og var með smá stæla. Þá sagði hann við mig: 'Aron, þegar þú skorar eða leggur upp í hverjum einasta leik þá máttu koma til mín. Á meðan drullaðu þér yfir',"
sagði Aron og hló.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner