Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 01. desember 2021 17:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hljóp í skarðið fyrir Hemma Hreiðars - „Hafði bæði gott og gaman af því"
Icelandair
Óli Kristjáns
Óli Kristjáns
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Hemmi Hreiðars
Hemmi Hreiðars
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ólafur Kristjánsson var Davíð Snorra Jónassyni til aðstoðar þegar U21 árs landslið Íslands mætti Liechtenstein og Grikklandi í undankeppni EM fyrr í þessum mánuði.

Hermann Hreiðarsson komst ekki með í ferðina sökum anna í tengslum við starf hans hjá ÍBV sem hann var tiltölulega nýtekinn við.

Sjá einnig:
Hemmi hefur áhuga á að starfa áfram í kringum U21 liðið

Fótbolti.net ræddi við Óla í dag og spurði hann út í ferðina.

Staddur í Svíþjóð þegar Davíð hafði samband
Hvernig kom það til að þú varst með Davíð Snorra í síðasta U21 landsliðsverkefni?

„Það var nú ekki flókið. Ég var staddur í Svíþjóð með íslensku þjálfurunum sem eru að taka Pro License gráðuna. Davíð hafði samband við mig og sagði að Hemmi kæmist ekki í ferðina. Hann spurði hvort ég hefði tök á því að koma með og aðstoða hann," sagði Óli.

„Mér fannst það ekkert mál, ég var ekkert að gera varðandi þjálfun, hafði bæði góðan tíma og gaman af því að fara aðeins inn í þetta umhverfi aftur. Það er langt síðan ég hafði verið út á æfingavelli og í kringum svona hóp. Ég sagði bara já, klæddi mig í aðstoðarmannshlutverkið og reyndi að hjálpa Davíð og liðinu eftir bestu getu."

„Það var ekkert plott í því."


Hafði bæði gott og gaman af því
Hvernig fannst þér þetta?

„Mér fannst það geggjað, góður og flottur hópur. Þetta var mjög gamn, þetta eru skemmtilegir strákar og auðvitað er þannig séð ekki mikið æft. Þetta er bara undirbúningur og Davíð sá auðvitað mest um hann. Það var gaman að vera í kringum svona stráka sem eru metnaðarfullir og vilja ná langt. Ég hafði bæði gott og gaman af því."

Engin ástæða til að vera með einhverjar getgátur
Hefur verið í samskiptum við Davíð um að vera mögulega með honum í komandi verkefnum?

„Nei, ekki neitt annað en að við settumst niður og fórum yfir ferðina og gerðum hana upp saman."

„Ég held að Hemmi sé ennþá með honum í þessu. Það er engin ástæða til að vera með einhverjar getgátur eða pælingar. Ég hoppaði inn í þetta verkefni algjörlega óskuldbindandi og það var bara mjög gaman. Ég vona að Davíð hafi líka haft gott og gaman af því,"
sagði Óli að lokum.

Annað úr viðtalinu við Óla:
Skaut létt á Esbjerg: Allt sem hafði verið á undan var ekki nógu gott
Hefur velt því fyrir sér að starfa sem yfirmaður fótboltamála
Athugasemdir
banner
banner
banner