Ekkert heyrt í Arnari
Arnar Þór Viðarsson gegnir bæði starfi sem landsliðsþjálfari og yfirmaður fótboltamála hjá KSÍ. Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, sagði í útvarpsþættinum Fótbolta.net á dögunum að ekki hefði verið tekið ákvörðun varðandi framtíð yfirmanns fótboltamála.
Fótbolti.net ræddi við Ólaf Kristjánsson í dag en hann er einn af þeim sem hefur verið orðaður við starf yfirmanns fóboltamála.
Sjá einnig:
Óli skaut létt á Esbjerg: Allt sem hafði verið á undan var ekki nógu gott
Gæti verið spennandi kostur fyrir mig að fara í slíkt starf
Er yfirmaður fótboltamála hjá KSÍ eitthvað sem þú hefðir áhuga á ef að sú staða kæmi upp?
„Það er maður í starfinu þannig mér er frekar illa við að ræða um þann möguleika. Það er einn af þeim hlutum sem ég hef velt fyrir mér hvort ég ætti að nýta mína reynslu síðustu 20 árin rúm úr þjálfun á annan hátt en að standa út á æfingavelli. Hvort það er í slíku starfi eða hvort það sé á Íslandi eða erlendis, það er bara ómögulegt að segja."
„Ég er búinn að afla mér reynslu tel ég síðustu 20 árin. Ég hef hugmyndir og hef alltaf haft hugmyndir. Það gæti verið spennandi kostur fyrir mig að fara í eitthvað slíkt starf, ekki endilega það tilgreinda starf sem Arnar situr í og okkur ber að bera virðingu fyrir því."
Talandi um Arnar, hefur hann verið í sambandi við þig um að starfa með sér í A-landsliðinu?
„Nei, það hefur ekkert verið rætt," sagði Óli.
Athugasemdir