Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   mið 01. desember 2021 14:00
Elvar Geir Magnússon
„Væri besti varnarmaður Man Utd í dag"
Jonny Evans.
Jonny Evans.
Mynd: Getty Images
Sparkspekingurinn Graeme Souness segir að Manchester United hafi gert mistök 2015 þegar félagið leyfði Jonny Evans að fara. Hann segir Evans vera betri miðvörð en Harry Maguire.

Evans kom upp úr unglingastarfi United og spilaði fyrir liðið áður en hann gekk í raðir West Brom fyrir sex árum síðan. Evans hefur verið hjá Leicester síðan 2018 og hjálpaði liðinu að vinna sinn fyrsta FA-bikar fyrr á þessu ári.

Varnarleikurinn hefur verið stórt vandamál hjá United undanfarin tímabil en félagið borgaði 80 milljónir punda fyrir Maguire 2019.

„Leikmannastyrkingarnar verða að vera réttar en síðan Fergie fór hefur félagið öðlast meistaragráðu í að taka rangar ákvarðanir. Þannig horfi ég á það þegar ég skoða hvaða leikmenn hafa komið og hverjir hafa farið," segir Souness.

„Jonny Evans fór. Hann er betri en nokkur miðvörður sem félagið er með í dag. Ég hreinlega skil þetta ekki."

Þessi ummæli vekja athygli, ekki síst vegna þess að Raphael Varane sem varð heimsmeistari með Frakklandi er í liðinu. Varane hefur hinsvegar verið mikið á meiðslalistanum síðan hann kom til félagsins síðasta sumar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner