Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   fös 01. desember 2023 09:51
Elvar Geir Magnússon
39 stuðningsmenn frá Varsjá handteknir í Birmingham
Lögreglan í Birmingham í átökum gegn stuðningsmönnum pólska liðsins.
Lögreglan í Birmingham í átökum gegn stuðningsmönnum pólska liðsins.
Mynd: Getty Images
Átök brutust út milli lögreglu og stuðningsmanna Legia Varsjá frá Póllandi fyrir leik gegn Aston Villa í Birmingham í gær. Breska ríkisútvarpið greinir frá því að fjórir lögreglumenn hafi slasast.

Í tilkynningu lögreglunnar segir að þeir hafi þurft að starfa við stórhættulegar aðstæður, meðal annars hafi blysum verið kastað í þá. Einn af slösuðu lögreglumönnunum var fluttur á sjúkrahús. Tveir lögregluhestar og tveir lögregluhundar særðust einnig.

Hópur af boltabullum sem ekki voru með miða á leikinn reyndi að komast inn á leikvanginn en á endanum var tekin ákvörðun um að enginn áhorfandi gestaliðsins fengi að fara inn.

Þetta er alls ekki í fyrsta sinn sem stuðningsmenn Legia Varsjá eru til vandræða. Hollenskir lögregluþjónar slösuðust í kringum leik Legia gegn AZ Alkmaar í síðasta mánuði.

Þess má geta að Aston Villa vann leikinn 2-1 en Alex Moreno skoraði sigurmarkið. Villa er komið á topp riðilsins í Sambandsdeildinni.


Athugasemdir
banner