Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
Útvarpsþátturinn - Fjör í Mosó og markaðurinn kominn í gang
EMvarpið - Grautfúlt að byrja mótið með þessum hætti
Leiðin úr Lengjunni - Njarðvíkingar brjóta blað og Árbæingar að vakna?
Grasrótin - 10. umferð, Mosóbrósar jarðtengdir af mögnuðum Magnamönnum
EMvarpið - Fylgdarmaður, fallegur bær og fyrsti leikur
Tímabilið nánast hálfnað í neðri deildunum!
Innkastið - Mótlæti og mætir ekki í viðtöl
Útvarpsþátturinn - Besta deildin, TG9 og EM
Tveggja barna móðirin sem leikur á sínu fjórða stórmóti fyrir Ísland
Diljá og Karólína: Úr Krikanum á Evrópumótið með Íslandi
Turnar segja sögur: Ísland og Júgóslavía
Grasrótin - 9. umferð, línurnar farnar að skýrast í neðri deildum
Leiðin úr Lengjunni - Fjölnismenn sóttu langþráðan sigur
Innkastið - Stuðningsmenn KR bauluðu á Hlíðarenda
Uppbótartíminn - Núna fer hausinn á EM
Tveggja Turna Tal - Ásmundur Guðni Haraldsson
Þjálfarar sem vita nákvæmlega hvað Ástríðan snýst um!
Útvarpsþátturinn - Þjálfaraskiptin á Skaganum
Turnar Segja Sögur - Kamerún 1990
Uppbótartíminn - EM hópurinn og þrjú lið jöfn á toppnum
   fös 01. desember 2023 15:27
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Enski boltinn - Vonin veik hjá Rauðu djöflunum
Man Utd er í vondum málum í Meistaradeildinni.
Man Utd er í vondum málum í Meistaradeildinni.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Manchester United er ekki í góðum málum í Meistaradeildinni þrátt fyrir að vera í slökum riðli. Einn leikur er eftir og það eru innan við tíu prósent líkur á því að United fari áfram.

Guðmundur Aðalsteinn og Sæbjörn Steinke eru umsjónarmenn Enska boltans en í þættinum í dag er aðallega rætt um Man Utd og Meistaradeildina.

Man Utd gerði 3-3 jafntefli gegn Galatasaray í mögnuðum leik á miðvikudag en úrslitin gefa United litla von í framhaldinu.

Tryggvi Páll Tryggvason, stuðningsmaður Man Utd, var á línunni og ræddi um vonbrigðin í Meistaradeildinni. Hann fór einnig yfir tímabilið í heild sinni hjá United.

Þá er aðeins rætt um Evrópudeildina og Sambandsdeildina ásamt því að hitað er upp fyrir komandi umferð í ensku úrvalsdeildinni.

Þáttinn má nálgast í spilaranum efst, á öllum hlaðvarpsveitum og á Spotify.
Athugasemdir
banner