Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   fös 01. desember 2023 15:48
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Samskiptin okkar á milli mjög góð, en ég ákvað að fara erlendis frekar"
Katla Tryggvadóttir.
Katla Tryggvadóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Katla Tryggvadóttir, ein efnilegasta fótboltakona Íslands, samdi nýverið við sænska félagið Kristianstad. Katla kemur til Kristianstad frá Þrótti í Reykjavík þar sem hún hefur leikið frá því í fyrra.

Hún hefur verið einn besti leikmaður Bestu deildarinnar frá því hún byrjaði að leika með Þrótti, en Katla er uppalin hjá Val. Hún hefur einnig verið lykilmaður í yngri landsliðum Íslands, en það var mikill áhugi á henni en hún valdi að fara til Svíþjóðar.

„Það var áhugi víða en mér fannst sænska deildin vera mest spennandi núna. Það var áhugi erlendis og líka hér á Íslandi. Eftir tvö góð ár fannst mér vera kominn tími á að taka næsta skref. Ég held að Kristianstad sé mjög góður staður til þess," sagði Katla.

Nik Chamberlain hefur þjálfað Kötlu í Þrótti undanfarin tvö ár en hann fór yfir í Breiðablik í vetur. Hann ræddi við Kötlu áður en hún gekk í raðir Kristianstad.

„Ég talaði við Nik eftir tímabilið þegar kom í ljós að hann fór í Breiðablik. Samskiptin okkar á milli eru mjög góð, en ég ákvað að fara erlendis frekar," sagði Katla.

Hægt er að horfa á allt viðtalið við hana í spilaranum hér fyrir neðan.
Áhuginn víða en Kristianstad lendingin - „Spila bara fyrir hana seinna"
Athugasemdir
banner
banner
banner