Íslenska liðið er komið með tveggja marka forystu gegn Wales en það var Diljá Ýr Zomers sem skoraði markið.
Diljá kom inn á sem varamaður þegar tæpur hálftími var til leiksloka en hún skoraði þegar tíu mínútur voru til loka venjulegs leiktíma.
Karólína Lea átti frábæra sendingu á Diljá og hún komst í góða stöðu rétt fyrir utan vítateiginn og lét vaða. Markvörður Wales var í boltanum en náði ekki að slá boltann í burtu.
Ísland er því komið í ansi góða stöðu til að klára leikinn með sigri. Sjáðu markið hér fyrir neðan.
DILJÁ ÝR ZOMERS!!!!! Þvílíkt mark og þvílíkt augnablik til að skora fyrsta landsliðsmarkið. 2-0 fyrir Ísland og 3. sæti riðilsins í augsýn. Enn nóg eftir samt. pic.twitter.com/cTsYnQ6zLy
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) December 1, 2023
Athugasemdir