Aston Villa reynir við Cunha - Barcelona getur ekki fengið Rashford - Duran til Sádi-Arabíu?
   sun 01. desember 2024 16:12
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Palmer nálgast Drogba og Hasselbaink
Palmer og Noni Madueke fagna marki í dag
Palmer og Noni Madueke fagna marki í dag
Mynd: EPA

Cole Palmer hefur verið ótrúlega iðinn við kolann síðan hann gekk til liðs við Chelsea frá Man City í september í fyrra.


Hann skoraði 25 mörk í 45 leikjum á síðustu leiktíð og hefur skorað átta mörk í 15 leikjum á þessari leiktíð til þessa.

Hann spilaði 46. deildarleikinn sinn fyrir Chelsea í dag þegar liðið vann öruggan sigur á Aston Villa en hann skoraði eitt og lagði upp annað í 4-0 sigri.

Hann hefur skorað 30 deildarmörk fyrir félagið en aðeins Jimmy Floyd Hasselbaink var fljótari að ná 30 mörkum en hann gerði það í 41 leik. 

Þá hefur Palmer skorað 34 mörk á árinu 2024 en Hasselbaink skoraði mest 36 mörk á árniu 2001 og Didier Drogba skoraði 35 mörk árið 2010.


Athugasemdir
banner
banner