Oscar Bobb, Marc Guehi, Sandro Tonali, Federico Chiesa og fleiri koma við sögu
   sun 01. desember 2024 20:53
Brynjar Ingi Erluson
Þýskaland: Marmoush heldur áfram að heilla - Mainz vann þriðja leikinn í röð
Omar Marmoush skoraði tvö mörk er Eintracht Frankfurt vann Heidenheim, 4-0, í þýsku deildinni í dag.

Egyptinn hefur farið á kostum með Frankfurt á tímabilinu og verið einn mest spennandi leikmaður Evrópuboltans.

Hann var aðalmaður Frankfurt í dag. Marmoush skoraði af stuttu færi á 22. mínútu áður en Fares Chaibi tvöfaldaði forystuna með góðu marki snemma í síðari hálfleik.

Marmoush gerði annað mark sitt í leiknum níu mínútum síðar er hann lék á hægri bakvörð Heidenheim, keyrði upp vænginn og lagði boltann snyrtilega framhjá markverði heimamanna.

Þetta var 13. deildarmark Marmoush á tímabilinu, en hann hefur einnig gefið sjö stoðsendingar. Franski sóknarmaðurinn Hugo Ekitike skoraði fjórða og síðasta mark Frankfurt í leiknum þegar lítið var eftir.

Frankfurt er í öðru sæti með 26 stig, fjórum stigum frá toppliði Bayern.

Mainz vann þá góðan 2-0 sigur á Hoffenheim. Jonathan Michael Burkardt skoraði bæði mörk heimamanna með tuttugu mínútna millibili í fyrri hálfleik.

Liðið er á góðu róli þessa stundina en það er komið með þrjá sigurleiki í röð og situr nú í 7. sæti með 19 stig.

Heidenheim 0 - 4 Eintracht Frankfurt
0-1 Omar Marmoush ('22 )
0-2 Fares Chaibi ('49 )
0-3 Omar Marmoush ('58 )
0-4 Hugo Ekitike ('90 )

Mainz 2 - 0 Hoffenheim
1-0 Jonathan Michael Burkardt ('4 )
2-0 Jonathan Michael Burkardt ('24 )
Stöðutaflan Þýskaland Bundesliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Bayern 15 13 2 0 55 11 +44 41
2 Dortmund 15 9 5 1 26 12 +14 32
3 Leverkusen 15 9 2 4 33 20 +13 29
4 RB Leipzig 15 9 2 4 30 19 +11 29
5 Hoffenheim 15 8 3 4 29 20 +9 27
6 Stuttgart 15 8 2 5 25 22 +3 26
7 Eintracht Frankfurt 15 7 4 4 30 30 0 25
8 Union Berlin 15 6 3 6 20 23 -3 21
9 Freiburg 15 5 5 5 25 26 -1 20
10 Werder 15 4 5 6 18 28 -10 17
11 Köln 15 4 4 7 22 24 -2 16
12 Gladbach 15 4 4 7 18 24 -6 16
13 Hamburger 15 4 4 7 16 25 -9 16
14 Wolfsburg 15 4 3 8 23 28 -5 15
15 Augsburg 15 4 2 9 17 28 -11 14
16 St. Pauli 15 3 3 9 13 26 -13 12
17 Heidenheim 15 3 2 10 13 34 -21 11
18 Mainz 15 1 5 9 13 26 -13 8
Athugasemdir
banner