Barca vill Dani Olmo - Crystal Palace að bjóða í Smith Rowe - Sergi Roberto vill enska boltann - Newcastle spyrst fyrir um Madueke
   fim 04. febrúar 2021 13:22
Elvar Geir Magnússon
Hjörvar setti saman úrvalslið Íslendinga í ensku úrvalsdeildinni
Rúnar Alex Rúnarsson, markvörður Arsenal.
Rúnar Alex Rúnarsson, markvörður Arsenal.
Mynd: Getty Images
Rúnar Alex Rúnarsson varð í vikunni fyrsti íslenski markvörðurinn til að spila í ensku úrvalsdeildinni. Hann kom inn sem varamaður hjá Arsenal eftir að aðalmarkvörðurinn Bernd Leno fékk rautt spjald gegn Wolves á 72. mínútu.

Úlfarnir voru 2-1 yfir þegar Rúnar Alex kom inn, hann átti tvær fínar vörslur en ekki voru fleiri mörk skoruð í leiknum.

Hjörvar Hafliðason setti saman á Twitter úrvalslið Íslendinga sem hafa spilað í ensku úrvalsdeildinni, frá stofnun Premier League.

Hermann Hreiðarsson, Guðni Bergsson og Ívar Ingimarsson eru þar í þriggja miðvarða kerfi og Grétar Rafn Steinsson og Jóhann Berg Guðmundsson spila sem vængbakverðir.

Aron Einar Gunnarsson og Brynjar Björn Gunnarsson eru svo á miðjunni með Gylfa Þór Sigurðsson rétt fyrir framan sig í 'holunni'. Fremstir eru svo Heiðar Helguson og Eiður Smári Guðjohnsen.


Athugasemdir
banner
banner