Amorim gæti stigið frá borði ef slæmt gengi Man Utd heldur áfram - Bayern ætlar ekki að bjóða Sane hærri samning
   fim 02. febrúar 2023 19:08
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Otamendi varaði Nunez við - „Hjálpar að tala við Suarez"
Mynd: EPA
Mynd: EPA

Darwin Nunez framherji Liverpool hefur ekki náð að sýna sínar bestu hliðar hjá liðinu.


Ferill hans hjá liðinu byrjaði ansi skrautlega en í fyrstu þremur leikjum sínum skoraði hann tvö mörk og lagði upp eitt svo fór í þriggja leikja bann.

„Þetta er spurning um aðlögun, það er mikilvægt, ekki eingöngu hjá félaginu, hlutirnir verða að vera góðir í fótboltanum en einnig hjá fjölskyldunni. Ef fjölskyldunni líður vel mun mér alltaf líða vel. Við höfum það gott," sagði Nunez.

„Ég þarf að vinna í miklu ennþá, m.a. að klára færin. Sama var upp á teningnum hjá Suarez, hann blómstraði á öðru ári, svipað gerðist hjá mér hjá Benfica. Fyrsta árið var mjög sæmt svo sprakk ég út á því öðru."

Hann er í miklum samskiptum við Suarez sem hjálpar mikið.

„Það sama er að gerast hér held ég. Vonandi spring ég út á næsta tímabili. Það hjálpar alltaf að tala við Suarez. Hann er goðsögn, hann er frábært fordæmi. Hann er alltaf að gefa mér ráð. Ég reyni að halda sambandi við hann. Ég spyr hann mikið því hann var hér," sagði Nunez.

Nicolas Otamendi fyrrum leikmaður Manchester City og landi Nunez varaði hann við muninum á portúgölsku og ensku deildinni.

„Þetta er mjög mikill munur. Deildin er miklu sterkari og meiri samkeppni hér. Ég átti ekki von á því að hún væri svona sterk, Otamendi sagði mér það en ég bjóst ekki við þessu," sagði Nunez.

Þá sagði hann að tungumálaörðuleikar væru að gera honum lífið leitt, þ.á.m í samskiptum við Jurgen Klopp en spænskumælandi leikmenn liðsins og Pep Ljinders aðstoðarþjálfari liðsins hjálpa mikið til.


Athugasemdir
banner
banner