Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 02. mars 2020 18:00
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
Gary Martin ein besta söluvaran í íslenska boltanum
Gary Martin.
Gary Martin.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gary Martin tók gullskóinn í Pepsi Max-deildinni í fyrra en á komandi tímabili mun hann leika með ÍBV í 1. deildinni. Þessi umtalaði leikmaður er eitt stærsta nafn sem leikið hefur í B-deildinni undanfarin ár.

Þessi skemmtilegi karakter er duglegur að sýna frá lífi sínu utan vallar í gegnum samfélagsmiðla.

Helgi Sigurðsson, þjálfari ÍBV, var gestur í útvarpsþættinum Fótbolti.net og var hann meðal annar spurður að því hvort hann væri með Gary Martin á samfélagsmiðlum?

„Ég heyri nú í honum annað slagið og er með hann á Facebook. Ég er reyndar ekki með hann á Instagram. Er það eitthvað skrautlegt?" spyr Helgi brosandi.

Gary Martin kemur aftur til ÍBV þrjár vikur en hann er staddur í Darlington.

„Ég spjallaði við hann fyrir tveimur dögum og hann lofaði mér því að hann kæmi í formi. Hann stóð sig gríðarlega vel eftir að hann kom til ÍBV í fyrra. Honum líður vel hjá ÍBV, það veit ég," segir Helgi.

„Hann er frábær leikmaður. Hann er sá leikmaður sem er ein besta söluvaran á íslenskum markaði í fótboltanum. Ef fyrirtæki væri til í að fá leikmann í deildinni í verkefni þá kæmi hans nafn fljótt upp. En aðalatriðið er að hann standi sig á fótboltavellinum og ég hef enga trú á öðru en að hann geri það."

„Liðið hefur verið að standa sig vel og við þurfum að passa upp á að það snúist ekki allt um Gary í þessu."
Helgi Sig og verkefnið í Vestmannaeyjum
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner