Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 02. mars 2021 14:09
Elvar Geir Magnússon
Real Madrid tilbúið að selja Varane til Man Utd?
Raphael Varane er 27 ára.
Raphael Varane er 27 ára.
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Manchester Evening News segir að spænsku meistararnir í Real Madrid séu tilbúnir að selja franska varnarmanninn Raphael Varane til að safna pening til að geta keypt Kylian Mbappe.

Samningur Varane rennur út eftir átján mánuði og gæti hann yfirgefið Real Madrid á frjálsri sölu á næsta ári ef hann nær ekki samkomulagi um nýjan samning.

Markaðsverðmæti Varane er 61 milljón punda og sagt að Madrídarfélagið væri tilbúið að fá þá upphæð til að auka möguleika á að geta keypt Mbappe.

Varane hefur oft verið orðaður við Manchester United. Hann hefur rætt við Real Madrid um nýjan samning en telur að of mikill munur sé á laununum sem honum er boðið og þeim sem launahæstu leikmenn félagsins fá.

Þar sem viðræðurnar standa í stað gæti það opnað leið fyrir United að nýta sér stöðuna. Fjárhagsstaða Real Madrid hefur oft verið betri en heimsfaraldurinn hefur haft mikil áhrif og þyrfti félagið að selja leikmann til að geta keypt Mbappe en verðmiðinn á honum er í kringum 174 milljónir punda.

United er ekki eina félagið sem hefur áhuga á Varane því Paris Saint-Germain, Chelsea og Juventus hafa einnig áhuga.

Ole Gunnar Solskjær vill fá nýjan miðvörð við hlið Harry Maguire í hjarta varnarinnar til að hjálpa liðinu að koma sér aftur á toppinn í heimsfótboltanum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner