Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   lau 02. mars 2024 18:31
Brynjar Ingi Erluson
Lengjubikar kvenna: Bergdís og Sigdís afgreiddu Eyjakonur - Agla María með þrennu í fyrri hálfleik
Agla María skoraði þrennu fyrir Blika
Agla María skoraði þrennu fyrir Blika
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Bergdís Sveinsdóttir gerði tvö mörk í sigri Víkinga
Bergdís Sveinsdóttir gerði tvö mörk í sigri Víkinga
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Amanda Andradóttir komst á blað með Val
Amanda Andradóttir komst á blað með Val
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik, Keflavík, Valur og Víkingur unnu flotta sigra í A-deild Lengjubikars kvenna í dag.

Bergdís Sveinsdóttir og Sigdís Eva Bárðardóttir skoruðu báðar tvívegis í 4-2 sigri Víkings á ÍBV.

Dísirnar skoruðu sitt markið hvor í fyrri hálfleiknum áður en Sigdís Eva bætti við öðru marki sínu þegar tíu mínútur voru búnar af síðari hálfleik.

Kristín Klara Óskarsdóttir og Helena Hekla Hlynsdóttir náðu að minnka muninn fyrir ÍBV áður en Bergdís gerði út um leikinn með marki í uppbótartíma.

Víkingar eru með 6 stig eins og FH og Þór/KA í riðli 2 en ÍBV er án stiga á botninum.

Agla María Albertsdóttir skoraði þá þrennu í fyrri hálfleik er Breiðablik vann 4-0 sigur á Fylki í riðli 1. Agla María gerði tvö mörk á fyrstu sextán mínútunum áður en hún fullkomnaði þrennuna rúmum tuttugu mínútum síðar með marki úr vítaspyrnu. Birta Georgsdóttir gerði fjórða og síðasta mark Blika.

Breiðablik er með 9 stig eins og Valur, sem vann Tindastól 3-0 á Sauðárkróksvelli. Keflavík vann þá með sömu markatölu er liðið heimsótti Selfyssinga.

Í B-deildinni gerðu ÍA og Grindavík 3-3 jafntefli í Akraneshöllinni á meðan Afturelding vann fimm marka sigur á FHL. Afturelding er með fullt hús stiga eftir þrjá leiki en ÍA er í öðru sæti með 7 stig.

Úrslit og markaskorarar:

Víkingur R. 4 - 2 ÍBV
1-0 Bergdís Sveinsdóttir ('13 )
2-0 Sigdís Eva Bárðardóttir ('45 )
3-0 Sigdís Eva Bárðardóttir ('55 )
3-1 Kristín Klara Óskarsdóttir ('61 )
3-2 Helena Hekla Hlynsdóttir ('90 )
4-2 Bergdís Sveinsdóttir ('90 )

Fylkir 0 - 4 Breiðablik
0-1 Agla María Albertsdóttir ('7 )
0-2 Agla María Albertsdóttir ('16 )
0-3 Agla María Albertsdóttir ('38 , Mark úr víti)
0-4 Birta Georgsdóttir ('60 )

Tindastóll 0 - 3 Valur
0-1 Guðrún Elísabet Björgvinsdóttir ('40 )
0-2 Amanda Jacobsen Andradóttir ('45 )
0-3 Helena Ósk Hálfdánardóttir ('89)

Selfoss 0 - 3 Keflavík
0-1 Anita Bergrán Eyjólfsdóttir ('6 )
0-2 Anita Lind Daníelsdóttir ('10 )
0-3 Elianna Esther Anna Beard ('45 )

B-deild:

ÍA 3 - 3 Grindavík
0-1 Ísabel Jasmín Almarsdóttir ('6 )
1-1 Bryndís Rún Þórólfsdóttir ('36 )
2-1 Erna Björt Elíasdóttir ('38 )
2-2 Mist Smáradóttir ('48 )
2-3 Dröfn Einarsdóttir ('55 )
3-3 Erna Björt Elíasdóttir ('71 )

FHL 0 - 5 Afturelding
0-1 Anna Pálína Sigurðardóttir ('12 )
0-2 Sigrún Eva Sigurðardóttir ('35 )
0-3 Hlín Heiðarsdóttir ('41 )
0-4 Harpa Karen Antonsdóttir ('45 )
0-5 Katrín Rut Kvaran ('77 )
Lengjubikar kvenna - A-deild, riðill 1
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Valur 5 5 0 0 19 - 3 +16 15
2.    Breiðablik 5 4 0 1 14 - 5 +9 12
3.    Tindastóll 5 2 1 2 9 - 8 +1 7
4.    Fylkir 5 2 1 2 13 - 16 -3 7
5.    Keflavík 5 1 0 4 5 - 13 -8 3
6.    Selfoss 5 0 0 5 3 - 18 -15 0
Lengjubikar kvenna - A-deild, riðill 2
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Þór/KA 5 4 0 1 22 - 6 +16 12
2.    Stjarnan 5 3 1 1 9 - 6 +3 10
3.    FH 5 3 0 2 15 - 9 +6 9
4.    Þróttur R. 5 2 1 2 15 - 14 +1 7
5.    Víkingur R. 5 2 0 3 10 - 17 -7 6
6.    ÍBV 5 0 0 5 4 - 23 -19 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner