Arsenal og Chelsea vilja Isak - Þrír orðaðir við Liverpool - Potter orðaður við Wolves og West Ham
   lau 02. mars 2024 21:48
Brynjar Ingi Erluson
Stuðningsmenn Chelsea sögðu Pochettino að fara til fjandans - „Ég hef engar áhyggjur“
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Stuðningsmenn Chelsea eru komnir með nóg eftir að liðið gerði 2-2 jafntefli við Brentford í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Gengi Chelsea hefur ekkert batnað frá síðustu leiktíð. Liðið er áfram í basli í neðri hluta töflunnar og stefnir í annað ár þar sem Chelsea verður ekki með í Evrópukeppni.

Eftir að Chelsea lenti í 2-1 gegn Brentford fóru stuðningsmenn að syngja til Pochettino „Farðu til fjandans“. Ekki beint óskastaða fyrir Argentínumanninn.

„Mér var sagt frá þessu en ég heyrði þetta ekki. Það var erfitt fyrir mig að skilja þetta, en þetta er eðlilegt. Við vorum að tapa 2-1 og þeir voru bara að tjá tilfinningar sínar, sem var augljós pirringur. Ég ber ábyrgðina sem stjóri félagsins, en ég hef engar áhyggjur. Við þurfum að sætta okkur við þetta samband,“ sagði Pochettino við Athletic.

„Einhver spurði mig hvort ég finni fyrir ást frá stuðningsmönnunum en svarið er nei. Við hverjum eigum við að búast? Við þurfum að byggja upp sambandið milli þjálfaraliðsins og stuðningsmanna félagsins. Þú byggir sambönd með því að vinna leiki.“

„Í augnablikinu erum við ekki að standast væntingarnar og ef við getum það ekki eigum við þá að biðja um ást? Vanalega er það þannig í fótbolta að þú sem þjálfari þarft að taka þessum pirring og auðvitað fólkið yfir ofan mig. Ég bið ekki um neitt og mun bara halda áfram að reyna að breyta þessari hugmynd um okkur og fara að vinna leiki. Við höfum eina viku til að undirbúa okkur fyrir Newcastle, reyna að vinna og halda áfram að keyra á þetta,“
sagði Pochettino.

Chelsea hefur aðeins unnið tvo deildarleiki á árinu en liðið er áfram í 11. sæti deildarinnar, nítján stigum frá Meistaradeildarsæti.
Athugasemdir
banner