fim 02. apríl 2020 09:58
Elvar Geir Magnússon
Breyttar aðstæður hjá nýjum leikmanni Keflavíkur: Á að vinna á golfvellinum
Joey Gibbs er 27 ára.
Joey Gibbs er 27 ára.
Mynd: Keflavík
Keflavík, sem leikur í 1. deildinni, fékk sér ástralska sóknarmanninn Joey Gibbs í febrúar. Í viðtali við The World Game segir Gibbs frá þeirri óvissu sem skapast hefur vegna heimsfaraldursins.

Gibbs ber sig vel þrátt fyrir að hafa þurft að taka á sig launaskerðingu.

„Ég er í fínu lagi miðað við annað sem ég heyri að sé í gangi. Ég verð áfram á Íslandi. Stefnan er að ég fái vinnu á golfvelli svo ég geti fengið eðlilega borgað," segir Gibbs.

„Þetta eru furðulegir tímar. Við höfum verið að æfa sjálfir og haldið okkur inni. Það er smá erfitt að vera ekki í liðsumhverfi en það er góð ástæða fyrir þessu."

Gibbs grínast með að kannski sé bölvun á sér en þegar hann var 18 ára var hann á leið til Olympic Charleroi í Belgíu en félagið varð gjaldþrota.

„Síðast þegar ég fór til Evrópu til að spila fótbolta var þá. Efnahagskreppa var í heiminum og nú er önnur. Það er eins og ég eigi ekki að vera í Evrópu!"
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner