Newcastle vill læra af síðasta sumri - Arsenal í baráttu við PSG um leikmann - Man Utd búið að krækja í ungan leikmann
   fös 02. maí 2025 23:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Andri Fannar að verða 100% - „Mörg félög sýnt áhuga"
Andri Fannar á að baki tíu A-landsleiki.
Andri Fannar á að baki tíu A-landsleiki.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Andri Fannar Baldursson er að snúa aftur á völlinn en hann hefur síðustu mánuði verið að jafna sig eftir að hafa farið í aðgerð. Andri er leikmaður Bologna og er samningur hans við félagið að renna út í sumar. Bæði hann og félagið eru þó með möguleika á því að framlengja þann samning.

Miðjumaðurinn sem er 23 ára var á láni hjá Elfsborg í eitt og hálft ár áður en hann sneri aftur til Ítalíu og hefur ekkert spilað síðan í desember vegna ökklameiðsla.

„Ég er byrjaður að gera meira og meira úti á velli, planið er að byggja mig vel upp fyrir sumarið," segir Andri Fannar við Fótbolta.net.

„Mögulega fæ ég nokkrar mínútur með varaliðinu, ég er ekki að búast við því að vera í aðalliðshópnum í lokaleikjunum, ef það gerist þá yrði það bara bónus."

Bologna er í harðri Meistaradeildarbaráttu á Ítalíu, situr í 4. sætinu eins og er. En hvað með framtíðina?

„Við tökum stöðuna betur í sumar. Það hafa mörg félög komið með fyrirspurnir og sýnt áhuga. Það er bara spurning hvað Bologna vill gera. Minn fókus er á að komast í eins gott stand og mögulegt er fyrir sumarið."

Hann var í vetur sterklega orðaður við CF Monteal í MLS deildinni en ekkert varð úr því að hann færi þangað. Andri hafnaði því tækifæri þar sem áhugi er á honum úr stærri deildum.
Athugasemdir
banner
banner