Munoz, Gallagher og Adams orðaðir við Man Utd - Man City vill fá Marc Guehi
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
banner
   mið 18. júní 2025 22:56
Brynjar Ingi Erluson
Eiður Aron: Það er náttúrulega bara frábært að vera hérna
Eiður Aron er að eiga frábært tímabil
Eiður Aron er að eiga frábært tímabil
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eiður Aron Sigurbjörnsson var maður leiksins er Vestri vann Þór 2-0 og kom sér í undanúrslit Mjólkurbikarsins í kvöld.

Lestu um leikinn: Vestri 2 -  0 Þór

Miðvörðurinn er að eiga frábært tímabil á Ísafirði. Vestri er í toppbaráttu í Bestu deildinni og er nú aðeins einum leik frá því að komast í bikarúrslit.

Hann kom að báðum mörkum Vestra og var valinn bestur af Fótbolta.net í leiknum í kvöld.

„Já, bara flott. Ég reyni að gera eitthvað í þessum föstu leikatriðum og með fínar sendingar inn fyrir og höldum síðan hreinu. Þetta er frábær dagur,“ sagði Eiður Aron við Fótbolta.net.

Eiður Aron er að elska lífið á Ísafirði og talaði aðeins um muninn á liðinu í ár og í fyrra.

„Það er náttúrulega bara frábært að vera hérna. Þetta er geggjaður hópur. Munurinn á árinu í ár og í fyrra er að meiðslin í fyrra voru endalaus en við erum að sleppa við það núna. Hópurinn hefur verið að æfa allan tímann saman og erum bara að ná að æfa hluti sem eru að skila sér á vellinum.“

Varnarmaðurinn á sér engan óska mótherja í undanúrslitunum.

„Neinei, erum ekkert að pæla í því. Við erum bara að pæla í FH á sunnudaginn og svo kemur hitt bara í ljós,“ sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner