Færist nær því að yfirgefa Man Utd - Barca ætlar að kaupa Rashford - Newcastle hefur áhuga á Ederson
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
   fim 19. júní 2025 23:15
Kjartan Leifur Sigurðsson
Rúnar Kristins: Það þarf að reyna annars koma þeir ekki
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er gríðarlega sáttur" segir Rúnar Kristinsson, þjálfari Fram, að loknum 1-0 sigri sinna manna í Fram gegn Aftureldingu í undanúrslitum Mjólkurbikarsins.

Lestu um leikinn: Afturelding 0 -  1 Fram

„Í seinni hálfleik vorum við hrikalega flottir og varnarlega betri, stoppuðum þeirra leiðir upp völlinn og vorum betri á boltanum."

Eftir að Freyr Sigurðsson kom Fram yfir voru Mosfellingar aldrei líklegir til þess að jafna.

„Ég er gríðarlega sáttur við það. Þeir eiga varla skot á mark. Það voru einhverjar fyrirgjafir og annað slíkt sem að Viktor í markinu eða sterku miðverðirnir sem komu þessu í burtu."

Framarar eru því komnir í undanúrslit í Mjólkurbikarnum þar sem mótherjinn er Vestri og leiðin í Evrópu styttist.

„Menn mega ekki horfa of langt fram í tímann, við höldum áfram í deildinni núna. Menn geta síðan seinna farið að hugsa um það hvenær næsti bikarleikur er."

Nú styttist í að glugginn opni og hinar ýmsu leigubílasögur farnar að heyrast. Jón Daði Böðvarsson og Ægir Jarl Jónasson hafa verið orðaðir við Fram.

„Við Framarar viljum reyna við alla góða fótboltamenn sem losna og viljum vissulega bera víurnar í þá. Önnur félög hafa samt meiri fjármuni og annað slíkt. Við viljum bjóða þessum leikmönnum upp á Fram enda höfum við góða aðstöðu og gott lið. Erum á fínum stað í bikarnum og þurfum að styrkja okkur stöðu í deildinni og sýna að við séum þess verðugir að þessir betri leikmenn sem komi heim hafi áhuga á að spila fyrir okkur. Það þarf að reyna annars koma þeir ekki.
Athugasemdir
banner
banner