Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 02. júní 2023 23:11
Brynjar Ingi Erluson
3. deild: Árbær batt enda á sigurgöngu Víðis - Reynir S. í þriðja sætið
Árbær er fyrsta liðið til að vinna Víði
Árbær er fyrsta liðið til að vinna Víði
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Reynir Sandgerði vann Elliða
Reynir Sandgerði vann Elliða
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Nýliðarnir í Árbæ unnu öflugan 3-2 sigur á Víði í 3. deild karla í kvöld en þetta var fyrsta tap Víðis í sumar.

Árbæingar komust yfir á 10. mínútu með marki frá Eyþóri Ólafssyni en sautján mínútum síðar kom Jordan Tyler boltanum í eigið net og staðan því jöfn þegar flautað var til loka fyrri hálfleiks.

Tindur Örvar Örvarsson, þjálfari Árbæinga, fékk að líta rauða spjaldið í byrjun síðari hálfleiks.

Jordan bætti upp fyrir sjálfsmarkið með að kom Árbæingum yfir á 60. mínútu en aftur jöfnuðu Víðismenn er Jón Gunnar Sæmundsson skoraði. Mikil dramatík átti sér stað undir lok leiks. Aron Snær Aronsson, leikmaður Árbæinga, fékk að líta rauða spjaldið og stuttu síðar gerði Markús Máni Jónsson sigurmarkið.

Fyrsta tap Víðis staðreynd og Árbæingar núna komnir upp í 4. sæti með 8 stig. Víðir er áfram á toppnum með 12 stig.

Reynir Sandgerði vann Elliða 4-1. Julio Cesar Fernandes skoraði fyrir Reyni á 14. mínútu áður en Pétur Óskarsson jafnaði tæpum fimmtán mínútum síðar. Benedikt Jónsson kom heimamönnum aftur yfir undir lok fyrri hálfleiks áður en þeir Strahinja Pajic og Elfar Máni Bragason gerðu út um leikinn.

Reynir er í þriðja sæti deildarinnar með 9 stig en Elliði í 8. sæti með 6 stig.

Úrslit og markaskorarar:

Árbær 3 - 2 Víðir
1-0 Eyþór Ólafsson ('10 )
1-1 Jordan Chase Tyler ('27 , Sjálfsmark)
2-1 Jordan Chase Tyler ('60 )
2-2 Jón Gunnar Sæmundsson ('79 )
3-2 Markús Máni Jónsson ('90 )
Rautt spjald: ,Tindur Örvar Örvarsson , Árbær ('47)Aron Breki Aronsson , Árbær ('90)

Reynir S. 4 - 1 Elliði
1-0 Julio Cesar Fernandes ('14 )
1-1 Pétur Óskarsson ('29 )
2-1 Benedikt Jónsson ('40 )
3-1 Strahinja Pajic ('57 )
4-1 Elfar Máni Bragason ('90 )
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner