Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 02. júní 2023 08:30
Elvar Geir Magnússon
Draumur Twana rættist í Árbænum - Kom fyrst hingað sem hælisleitandi
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Írakinn Twana Khalid Ahmad dæmdi sinn fyrsta leik í Bestu deild karla í gær en hann var varadómari á leik Fylkis og KR. Hann dæmdi síðustu 20 mínúturnar eftir að Einar Ingi Jóhannsson dómari fór meiddur af velli.

Twana kom fyrst hingað til lands sem hælisleitandi 2017 en um tíma var hann í flóttamannabúðum í Þýskalandi.

Lestu um leikinn: Fylkir 3 -  3 KR

„Það var draumurinn að dæma í efstu deild í Írak og á alþjóðlegum vettvangi. Sökum þess að ég er Kúrdi þá var mér haldið frá alþjóðlegum verkefnum, en ég dæmdi hins vegar í efstu deild í Írak áður en ég fluttist þaðan," sagði Twana í viðtali við Fréttablaðið 2020.

Í sama viðtali sagði hann að draumur sinn væri að dæma í efstu deild á Íslandi og nú hefur sá draumur ræst.

Hann hefur getið sér gott orð fyrir dómgæslu í neðri deildum og hefur verið að klífa upp stigann hjá KSÍ.



Athugasemdir
banner
banner