Dortmund vill ekki Sancho - Liverpool hefur áhuga á Rodrygo ef Salah fer - Messi gæti misst af úrslitaleik
   fös 02. júní 2023 18:02
Brynjar Ingi Erluson
Moyes gæti fengið sparkið ef West Ham tapar úrslitaleiknum
Mynd: Getty Images
David Moyes, stjóri West Ham, er ekki óhultur í starfi sínu þrátt fyrir að hafa komið liðinu í úrslit Sambandsdeildar Evrópu en þetta kemur fram í Guardian.

West Ham hafnaði í 7. sæti á síðasta ári undir stjórn Moyes en á þessu tímabili var mikið hrun í gæðum liðsins á vellinum og þurfti það að sætta sig við 14. sæti deildarinnar.

Aðeins ein leið er til að bjarga árangrinum og það er að vinna Sambandsdeildina á miðvikudaginn.

Sigur þar færir liðinu bikar og sæti í Evrópudeildina en ef sá leikur tapast þá gæti Moyes misst starfið.

Stjórn West Ham er að missa trúna á Moyes og er þegar farið að skoða aðra möguleika í starfið.

West Ham hefur ekki unnið risabikar í 43 ár eða þegar liðið vann enska bikarinn. Árið 1999 vann liðið vissulega Inter Toto-keppnina ásamt Juventus og Montpellier, en það var sumarkeppni þar sem liðin börðust um sæti í Evrópukeppni félagsliða (UEFA Cup).
Athugasemdir
banner