fös 02. júní 2023 09:28
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Verður Kristian og Orra bannað að spila með Íslandi á EM?
Kristian Nökkvi Hlynsson.
Kristian Nökkvi Hlynsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenska U19 landsliðið tekur þátt í lokakeppni Evrópumótsins í sumar, en Vísir greinir frá því að það sé afar ólíklegt að tveir af bestu leikmönnum íslenska liðsins muni spila með á mótinu.

Um er að ræða þá Kristian Nökkva Hlynsson og Orra Stein Óskarsson, sem eru báðir hluti af U21 landsliðinu en þeir eru líka gjaldgengir í U19 landsliðið og hjálpuðu liðinu að komast á lokakeppnina.

Kristian er á mála hjá Ajax í Hollandi og Orri Steinn hjá FC Kaupmannahöfn í Danmörku, en Vísir segir frá því að þessi félög ætli ekki að hleypa okkar mönnum á mótið sem er ansi áhugavert.

Félögum er ekki skylt að hleypa leikmönnum á lokakeppni U19 landsliða og þau geta stýrt því hvort menn taki þátt á mótinu eða ekki.

Ajax og FCK eru væntanlega með einhverjar pælingar til leikmannana tveggja fyrir undirbúningstímabilið í sumar.

Mótið fer fram 3-16. júlí á Möltu en íslenski hópurinn verður kynntur í næstu viku. Spurning er hvort tveir af þessum lykilmönnum verði í hópnum.
Ólafur Ingi Skúlason - Miklu stærra en margir átta sig á
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner